Áfram töluverð snjóflóðahætta austanlands
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 09. des 2024 09:27 • Uppfært 09. des 2024 09:29
Enn er í gildi viðvörun ofanflóðadeildar Veðurstofu Íslands vegna töluverðrar hættu á snjóflóðum en slík viðvörun hefur verið í gildi alla helgina.
Nokkur smærri snjóflóð hafa fallið í fjórðungnum síðustu dægrin. Þar af nokkur í hlíðum Neskaupstaðar um miðja síðustu viku og í Fagradal, Vattarnesskriðum og í Harðskafa yfir helgina.
Hætta á náttúrulegum flóðum eykst með hlýnandi veðri eins og hefur verið raunin síðustu sólarhringa og verður hlýtt áfram þennan daginn fram á nótt þegar frysta á á nýjan leik. Það í viðbót við veik snjóalög bæði í fjöllum og á láglendi gerir snjóinn óstöðugri svo flóð geta farið af stað fyrirvaralaust.
Viðvörun Veðurstofunnar gildir þó aðeins fyrir snjóalög í fjöllum eða ofar en 400 metra hæð.