Allir lausir úr einangrun

Enginn er lengur í einangrun eða sóttkví vegna Covid-19 smits á Austurlandi. Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands brýnir íbúa til áframhaldandi árvekni þótt bólusetning gangi vel.

Vonast er til að um 400 íbúar hafi fengið bólusetningu í næstu viku. Þeim mun síðan fjölga áfram á næstu vikum og mánuðum.

Aðgerðastjórnin minnir þó á að þótt fólk hafi verið bólusett verði það áfram að huga að smitvörnum. Bólusettir einstaklingar geta enn borið með sér smit í fólk í sínu nærumhverfi, sem ekki hefur verið bólusett, eftir að hafa snert hlut með veirunni á, svo sem kaffikönnur, bensíndælur, afgreiðsluborð og fleira.

„Höfum þetta í huga, höldum okkar ágæta striki og njótum þess að vera til,“ segir í tilkynningu aðgerðastjórnarinnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.