Appelsínugul viðvörun á Austurlandi í dag

Spáð vonskuveðri og Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Austfjörðum síðdegis í dag og fram til miðnættis. Um suðvestan storm er að ræða allt frá 20 m/s-28 m/s sem er varasamt ferðaveður og fólk er hvatt til að huga að lausamunum.


Djúp lægð gengur nú yfir land allt sem dýpkaði í nótt og því hafa viðvaranir verið gefnar út. „Miðað við spár eins og þær voru fyrst á sunnudag og svo í gærmorgun þá dýpkaði lægðin heldur í nótt og nýjustu spár sem við fengum í nótt voru nógu slæmar til þess að okkur þætti ástæða til að uppfæra viðvaranir upp í appelsínugult núna eftir hádegi og fram á kvöld,“ sagði Elín Björk Jónasdóttir í samtali við RÚV í dag.

Það horfir til betri vegar strax á morgun í veðrinu og spáð er austanátt 5-13 m/s, þurrt síðdegis og 2-8 stiga hiti. Mjög sambærilegu veðri er spáð á föstudag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.