Orkumálinn 2024

Ásgeir Rúnar nýr umdæmisstjóri Isavia

Ásgeir Rúnar Harðarson tók til starfa sem umdæmisstjóri Isavia á Egilsstöðum þann 1. febrúar. Umdæmið annast daglegan rekstur Egilsstaðaflugvallar auk annarra áætlanaflugvalla og flugbrauta á Austurlandi.

Ásgeir Rúnar er fæddur í Reykjavík en uppalinn í Neskaupstað. Hann er menntaður byggingartæknifræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið einkaflugmannsnámi.

Ásgeir Rúnar starfaði á árunum 2013-2016 sem eftirlitsmaður flugvalla hjá Samgöngustofu. Frá 2016 var hann flugvallahönnuður og verkefnisstjóri hjá Verkís.

Ásgeir tekur við starfinu af Jörundi Ragnarssyni sem starfað hefur hjá Isavia í 15 ár, þar af sem umdæmisstjóri síðustu átta ár. Hann var kvaddur með virktum á flugvellinum á Egilsstöðum fyrir síðustu helgi og síðan á stjórnendafundi í byrjun vikunnar og þakkað gott og öflugt starf.

Innan umdæmisins eru áætlunarflugvellirnir á Egilsstöðum, Vopnafirði og Hornafirði auk flugbrautanna á Norðfirði, Djúpavogi og Fagurhólsmýri.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.