Skip to main content

Austfirðingar aldrei verið jákvæðari í garð Landsvirkjunar en nú

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. des 2024 09:53Uppfært 12. des 2024 10:03

Tímarnir breytast og mennirnir með er gamalkunnugt orðatiltæki og það á sannarlega við um viðhorf Austfirðinga til Landsvirkjunar sem aldrei hefur mælst jákvæðara en nú.

Það staðfestir nýjasta viðhorfskönnun Gallup fyrir Landsvirkjun en slíkar kannanir hafa verið gerðar reglulega allar götur frá árinu 2007 sem hluti af sjálfbærniverkefni Landsvirkjunar og Alcoa Fjarðaáls. Því verkefni ætlað að fylgjast grannt með áhrifum Kárahnjúkavirkjunar og álversins á austfirskt samfélag, umhverfi og efnahag í fjórðungnum.

Samkvæmt nýjustu könnuninni sem tók til nóvember fram í byrjun desember þessa árs eru 80,7% svarenda jákvæðir í garð Landsvirkjunar, 3,1% neikvæðir og 16,2% segjast hvorki jákvæðir né neikvæðir. Alls bárust 500 svör en þar af tóku 478 afstöðu.

Innandyra í Fljótsdalsstöð Landsvirkjunar en viðhorf íbúa Austurlands til þeirrar ríkisstofnunar hefur farið batnandi um langa hríð. Mynd Landsvirkjun