Skip to main content

Austfirðingar síst hlynntir veggjöldum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 25. feb 2025 11:07Uppfært 25. feb 2025 11:08

Íbúum á Austurlandi hugnast síst að tekin verði upp veggjöld til að standa straumi af rekstri þjóðvega á Íslandi. Stuðningur við veggjöld hefur vaxið á landsvísu.


Þetta kemur fram í könnum sem Maskína gerði í lok janúar. Þar var spurt hversu fylgjandi eða andvígt fólki væri almennt innheimtu veggjalda af ákveðnum leiðum til að kosta rekstur þeirra.

Þar kemur fram að um 27% Austfirðinga eru fylgjandi veggjöldunum, þar af 4,6% mjög fylgjandi. Það er lægsta hlutfallið þegar svörin eru brotin niður eftir landshlutunum. Á landsvísu eru 43% fylgjandi.

Á móti kemur að Austfirðingar eru líka tiltölulega hlutlausir, 28,5% sem er langhæsta hlutfallið. Það þýðir að 45% eru á móti veggjöldunum, sem er svipað og annars staðar á landsbyggðinni. Andstaðan virðist hvað hörðust á Vestfjörðum þar sem 29% segjast mjög andvíg gjöldunum, samanborið við 22% eystra.

Stuðningur við veggjöld er meiri meðal yngra fólks en eldra, meðal menntaðra og tekjuhærri. Stuðningsfólk Framsóknarflokksins er langhlynntast gjöldunum, meðan kjósendur Flokks fólksins, Sósíalista, Miðflokks og Pírata eru andvígastir.

Á landsvísu svöruðu 975 einstaklingar könnuninni, þar af um 40 á Austurlandi.