Austfirsk framleiðsla á Matarmóti

Á þriðja tug matvælaframleiðenda á Austurlandi kynna vörur sínar á Matarmóti á Egilsstöðum í dag. Markmiðið er að tengja saman framleiðendur og væntanlega kaupendur.

„Þegar ég byrjaði að vinna í verkefninu Matarauður Austurlands kom strax í ljós bil milli kaupenda og framleiðenda. Kaupendurnir biðu eftir að framleiðendur kæmu til þeirra og öfugt.

Matarmótið er því samtal matvælaframleiðenda á Austurlandi við veitingastaði, verslunarstjóra, starfsfólk í mötuneytum og annarra sem sýsla með eða hafa áhuga á mat,“ segir Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú.

Um 25 austfirskir framleiðendur hafa skráð sig til leiks á Matarmótinu. Auk þeirra eru gestir frá Borgundarhólmi og fulltrúar frá Norðlenska/Kjarnafæði þar sem flestir bændur af Austurlandi slátra. Inn á milli verða síðan örfyrirlestrar, meðal annars frá gestunum frá Borgundarhólmi. „Við vonumst til að við lærum að þekkja hvert annað og við vitum hvaða vörur eru að framleiða,“ segir Halldóra.

Hún segir mikilvægt að vera bæði með smærri framleiðendur og þá stærri eins og Síldarvinnsluna, á staðnum. „Mig langar til að stóru aðilarnir, til dæmis sjávarútvegsfyrirtækin, sjá hag sinn í að líta inn á við og bjóða vörur sínar í kjörbúðunum þannig við getum keypt ferskan fisk. Mig langar líka að það myndist teymi þannig fólk sjái hag sinn í að kaupa vörur frá ólíkum framleiðendum. Þannig verði til samvinna þannig meira seljist og störfum fjölgi.“

Lefever sósur verða meðal þeirra sem sýna í dag. Mynd úr safni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.