Skip to main content
Stöðvarfjörður fengið hæstu styrkina frá Byggðastofnun af byggðakjörnunum austanlands

Austurbrú fengið 68% allra styrkja frá Byggðastofnun austur á land síðustu ár

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 31. okt 2025 11:16Uppfært 31. okt 2025 11:59

Tæpur milljarður króna hefur komið austur á land úr styrktarsjóðum þeim er Byggðastofnun hefur umsjón með frá árinu 2018 út árið 2024. Verkefni á vegum Austurbrúar fengið 68% þeirra styrkja.

Þetta má sjá á nýju mælaborði stofnunarinnar þar sem greina má í þaula hvaða landshlutar og bæjarkjarnar hafa fengið styrki umrædd ár, hvaða upphæðir hefur verið um að ræða og í hvers lags verkefni styrkirnir fóru.

Alls hafa 960 milljónir farið til austfirskra verkefna og það aðeins á Norðurlandi eystra og Vestfjörðum sem styrkir hafa verið hærra umrætt tímabil. Tæplega 1,4 milljarður farið til Norðurlands eystra og tæplega 1,3 milljarðar vestur á firði.

Langmestu styrkirnir austanlands hafa farið til verkefna á vegum Austurbrúar eða alls 658 milljónir af heildarupphæðinni þennan tíma. Meðal bæjarkjarna hafa Stöðvarfjörður og Borgarfjörður eystri fengið hæstu styrkina sem tengjast að stórum hluta þátttöku þeirra í verkefninu Brothættar byggðir. Stöðvarfjörður fengið í heildina tæpar 124 milljónir og Borgarfjörður 88 milljónir. Slétt 21 milljón til Djúpavogs, 15 milljónir til Seyðisfjarðar og rúmar 13 milljónir á Breiðdalsvík. Aðrir kjarnar fjórðungsins fengið minna.