Austurfrétt efst í flokki fréttavefja

Austurfrétt mældist í efsta sæti samræmdar vefmælingar hjá Modernus í síðustu viku í flokki fréttavefja.

Samkvæmt talningu Modernusar fyrir vikuna 20. – 26. september voru notendur Austurfréttar 13.743 og flettingar 51.038.

Þetta skilaði vefnum í efsta sætið í flokki frétta- og nettímarita. Í þeim flokki eru fleiri landshlutavefir, meðal annars Skessuhorn á Vesturlandi og Feykir í Skagafirði, en Skessuhorn fylgir fast á hæla Austurfréttar.

Þótt þessar tölur séu góðar eru þær ekki einsdæmi því umferðin á Austurfrétt minnkaði um 1,1% frá fyrri viku. Flestir urðu notendur vefsins á þessu ári í síðustu viku ágúst, 16.690 talsins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.