Íbúafundur á Stöðvarfirði: Þjóðveg eitt um firði

ibuafundur_stodvarfirdi_0001_web.jpgStöðfirðingar vilja að þjóðvegur númer eitt, Hringvegur, verði færður af Breiðdalsheiði og niður á firði um Fagradal. Það sé ein af grunnstoðum þess að hægt sé að efla ferðaþjónustu á staðnum.

 

Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fjölmennun íbúafundi á Stöðvarfirði í gærkvöldi. Þar segir:

„Íbúafundur haldinn á Stöðvarfirði 25. ágúst 2010, hvetur samgönguyfirvöld til að endurskoða legu Þjóðvegar 1 um Breiðdalsheiði með það í huga að færa hann á veginn um firði og Fagradal sem nú bera númerin 96 og 92. Öll rök hníga að færslu Þjóðvegar 1 um Fagradal hvort sem horft er til öryggis- eða byggðarsjónarmiða.

Ein af grunnstoðum þess að hægt sé að efla ferðamannaþjónustu á Stöðvarfirði er færsla þjóðvegarins.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.