Bangsar gista á Bókasafni Héraðsbúa
Bangsadagurinn er á morgun, fimmtudag, og af því tilefni verður böngsum boðin gisting á Bókasafni Héraðsbúa á Egilsstöðum.Fjallað er um málið á Facebook síðu Bókasafnins. Þar segir að eigendur bangsa geta komið með bangsann sinn á bókasafnið á milli kl 13 og 18. Síðan geta þeir sótt bangsana á sama tímabili daginn eftir.
Ennfremur segir að myndir frá bangsagistingunni verða settar á samfélagsmiðla Bókasafnsins.