Bátar Loðnuvinnslunnar í toppsætum

Tveir af bátum Loðnuvinnslunnar Sandfell og Hafrafell eru í toppsætum yfir aflahæstu báta landsins á síðasta ári.

Fjallað er um málið á vefsíðu Loðnuvinnslunnar. Þar segir að gefin hefur verið út listi yfir 24 aflahæstu báta yfir 21 tonn að stærð, fyrir árið 2020. Þar verma bátar Loðnuvinnslunnar hf, þeir Sandfell og Hafrafell, fyrsta og þriðja sætið. Heildarmagn afla þeirra beggja er um 4160 tonn, sem er frábær árangur, að því er segir á vefsíðunni.

Mynd: Lvf.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.