Beðið eftir ríkisstjórn í brakandi blíðu

Skeyti frá Gunnari Gunnarssyni ritstjóra: Hópur fréttamanna situr i grasinu utan við Hótel Valaskjálf i brakandi blíðu og bíður tiðinda. Ríkisstjórnarfundurinn, sem allir bíða eftir að endi, hefur staðið í hálfan annan tíma.

Ríkisstjórnin fundar i salnum Þingmúla á neðri hæð Hótel Valaskjálfar. Á efri hæðinni sitja ferðamenn og sötra öl. Það má enn.

Öryggisverðirnir sitja a stuttbuxum á stéttinni framan við fundarsalinn. Annar í Liverpool-bol. Þeir hafa ekkert að gera.

Lítil stelpa kemur hlaupandi af götunni og kíkir yfir vegginn. Hún kallar: „Það er eitthvað að gerast.“ Fréttamennirnir sperrast við. Allt er kyrrt, hún var að tala um þá.

Heil rúta af þýskum heldri borgurum leggur á bílastæðinu fyrir neðan. Þeir tínast einn af öðrum út úr henni með ferðatöskurnar i eftirdragi inn í mótttökuna.

Úr Tjarnargarðinum berst glaumur. Þar er leikhópurinn Lotta að sýna barnaleikrit.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.