Bílabíó RIFF á Egilsstöðum í kvöld

Bíóbíll kvikmyndahátíðarinnar RIFF er þessa stundina á leið til Egilsstaða. Þar verður í kvöld slegið upp bílabíó og sýnd kvikmyndin Dancer in the Dark. 

Á dagskrá bíóbílsins eru barnastuttmyndir af dagskrá hátíðarinnar, stuttmyndir tilnefndar til evrópsku kvikmyndaverðlaunanna EFA og Dancer in the Dark, kvikmynd Lars von Trier með Björk Guðmundsdóttur í aðalhlutverki.

Bíllinn er væntanlegur í Egilsstaði seinni partinn í dag og verður á bílaplaninu við Menntaskólann á Egilsstöðum. Byrjað á stuttmynda- eða barnasýningu um klukkan 17:00. Bíllinn mun fara um bæinn og hringja bjöllu áður en sýning hefst en hvað í boði verður ræðst af hverjir mæta.

Kvikmyndin um Myrkradansarann verður sýnd klukkan 21:00. Aðgangur er ókeypis. Hún verður einnig sýnd á Eskifirði við húsnæði Laxa á sama tíma annað kvöld.

Á morgun verða síðan sýningar fyrir skólabörn á Egilsstöðum og Reyðarfirði áður en bíllinn fer áfram til Hafnar í Hornafirði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar