Orkumálinn 2024

Bílakosningar byrja í dag

Kosningar fyrir þá sem eru í sóttkví eða einangrun vegna Covid-veirunnar á Austurlandi hefjast í dag á Seyðisfirði. Síðar í vikunni verður opnuð sérstök kosning fyrir þá sem lent hafa í hópsmitinu á Reyðarfirði.

Kosningarnar fara þannig fram að kjósandi þarf að koma í bíl sínum á ákveðna staði og láta þar kjörstjóra vita hvaða flokk hann hyggist kjósa.

Á Seyðisfirði er kosið í húsnæði tollsins/hafnarinnar við Ferjuleiru. Opið er í dag frá 15-17 og eftir þörfum á þeim tíma út vikuna. Hafa þarf samband í síma 896-4743 til að fá afgreiðslu.

Á Reyðarfirði stendur til hafa slíka kosningu framan við Fjarðabyggðarhöllina. Þar verður byrjað að kjósa á fimmtudag klukkan 10:30 og stendur til 17:00 eða lengur ef þörf er á.

Nánari leiðbeiningar verða á staðnum en samkvæmt tilkynningu frá sýslumanninum á Austurlandi, sem sér um kosningarnar á báðum stöðum, hringir kjósandi í síma 896-4743 og gefur upp kennitölu og hvaða flokk hann hyggist kjósa.

Kjörstjóri fyllir út fylgibréf og stimplar kjörseðilinn. Hann fer síðan að bíl kjósandans og sýnir honum kjörseðilinn án þess að aðrir sjái til. Að fenginni staðfestingu gengur kjörstjórinn frá kjörgögnunum til kjörstjórnar.

Samkvæmt nýjustu tölum frá Covid.is eru 20 í einangrun og 244 í sóttkví vegna veirunnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.