Bílar í vanda á Fagradal

Vegagerðin hefur síðan á níunda tímanum í morgun staðið í því að losa fasta bíla á veginum yfir Fagradal. Vegurinn er lokaður þar til veðrið lagast.

Veginum var lokað skömmu fyrir klukkan níu. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verður það staðan þar til veðrið skánar. Enn er verið að vinna í að losa fasta bíla.

Á dalnum er blindað og blautur, erfiður og þungur snjór. Svipaða sögu er að segja af fleiri leiðum eystra, svo sem Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og Vatnsskarði en allar þessar leiðir eru lokaðar.

Svo virðist sem veðurspá dagsins sé að ganga eftir en spáð var hvassviðri og snjókomu til fjalla fram undir hádegi. Vindur er nú farinn að snúa sér til suðurs og byrjað að rigna á láglendi. Varað hefur verið við asahláku þegar líður á daginn og er Vegagerðin í startholunum ef bregðast þarf við vegna vatnavaxta.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.