Bílvelta í hálku á Fjarðarheiði

Bílvelta varð á Fjarðarheiði snemma í morgun. Krapi er víða á fjallvegum en umferð hefur að öðru leyti gengið áfallalaust það sem af er degi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu valt bifreiðin við Heiðarvatn á Fjarðarheiði um klukkan sjö í morgun. Ökumaður var einn í bílnum og var fluttur á sjúkrahúsið í Neskaupstað.

Aðstæður voru vondar í morgun, krapi á veginum og skyggni vont út af éljagangi.

Umferðin hefur að öðru leyti gengið ágætlega í morgun í fyrsta hreti haustsins enda fara bílstjórar hægt yfir. Krapi er enn á heiðinni en autt í hjólförum.

Mynd: Aðsend

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar