Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir í oddvitasæti Vinstri grænna

Óli Halldórsson, oddviti Vinstri grænna í NA-kjördæmi, hefur gefið frá sér oddvitasæti listans og tekur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir við efsta sæti hans með þeim fyrirvara að kjördæmaráð staðfesti listans.


Óli Halldórsson færist niður í þriðja sæti en er þetta gert að ósk Óla þar sem upp hafa komið alvarleg veikindi hjá eiginkonu hans.


Kjördæmaráð VG kemur saman eftir helgi og kýs um listann en tillagan sem er lögð fram er sú að efstu sætin verða á þessa leið:

1. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
2. Jódís Skúladóttir
3. Óli Halldórsson

Óli Halldórsson hlaut góða kosningu í prófkjöri VG fyrr á árinu. Í tilkynningu sem Óli sendi frá sér segir: „Ég tek því umboði sem mér var veitt í forvali VG af mikilli auðmýkt og virðingu en óska vinsamlegast eftir því að mínum aðstæðum verði sýndur skilningur. Með bjartsýni á batnandi heilsu og jafnvægi fjölskyldu minnar með tímanum mun ég vonandi hafa aðstæður til vaxandi þátttöku fyrir VG á ný.“


Þá óskar Óli Halldórsson eftir því að honum og fjölskyldunni verði sýnd sú virðing að fólk hafi ekki samband vegna þessara fregna með símtölum eða skilaboðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.