Bjartur og Björn Heiðar leiða Vopnafjarðarlistann

Bjartur Aðalbjörnsson og Björn Heiðar Sigurbjörnsson, sem undanfarin fjögur ár hafa setið í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps fyrir Samfylkinguna, fara fyrir nýju óháðu framboði á Vopnafirði.

Unnið hefur verið að framboðinu síðustu vikur eftir að ljóst var að hvorki Betra Sigtún né Samfylking myndu, sem eiga tvo fulltrúa hvort í dag, myndu bjóða fram aftur.

Listinn sjálfur var síðan opinberaður í dag en frestur til að skila inn framboðum rann út á hádegi. Tvö framboð verða á Vopnafirði, Vopnafjarðarlistinn og Framsóknarflokkurinn.  Vopnafjarðarlistinn hefur óskað eftir listabókstafnum H.

Listinn er þannig skipaður:

1. Bjartur Aðalbjörnsson, sveitarstjórnarmaður
2. Björn Heiðar Sigurbjörnsson, yfirverkstjóri og sveitarstjórnarmaður
3. Hafdís Bára Óskarsdóttir, iðjuþjálfari, frumkvöðull og nemi
4. Kristrún Ósk Pálsdóttir, fiskverkakona
5. Sandra Konráðsdóttir, leikskólastjóri
6. Berglind Steindórsdóttir, hjúkrunarfræðingur
7. Agnar Karl Árnason, verkamaður
8. Ragna Lind Guðmundsdóttir, þjónustufulltrúi
9. Arnar Ingólfsson, lögreglumaður
10. Karen Ósk Svansdóttir, verkakona og nemi
11. Finnbogi Rútur Þormóðsson, prófessor emeritus
12. Gulmira Kanakova, kennari
13. Jón Haraldsson, grunnskólakennari
14. Kristín Jónsdóttir, náttúrufræðingur og kennari

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.