Björgunarsveitir á Austurlandi kallaðar út

Rúmlega átta í morgun voru björgunarsveitir á Austurlandi kallaðar út vegna göngumanns sem óskaði eftir aðstoð í grennd við Snæfell. Svartaþoka er á svæðinu sem olli því að göngumaðurinn villtist.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að björgunarsveitir hafa staðsett viðkomandi og eru á leið að honum.

Nokkuð hefur verið um útköll hjá björgunarsveitum síðasta sólarhringinn þar sem m.a. var óskað eftir aðstoð vegna slyss á Kjalvegi og göngufólks í sjálfheldu sem óskuðu eftir aðstoð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.