Skip to main content

Blak: Glatað færi gegn HK

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. feb 2025 11:29Uppfært 12. feb 2025 11:29

Lið Þróttar í úrvalsdeild karla í blaki tapaði á sunnudag fyrir HK þegar liðin mættust í Neskaupstað. Þróttarliðið er áfram bundið við botnsætið.


Þróttur átti fína fyrstu hrinu og vann hana 25-19. Liði var yfir fyrri hluta annarrar hrinu en hún snéris þegar HK skoraði þrjú stig, komst yfir 11-13 eftir að hafa verið 11-10 undir. Þróttur náði að jafna í 16-16 en komst ekki nær og HK vann hrinuna 21-25.

HK vann síðan síðustu tvær hrinurnar nokkuð örugglega. Þá þriðju 20-25 og fjórðu með yfirburðum, 15-25. Jose Martin og Pedro Nascimento voru langatkvæðamestir í liði Þróttar.

Þróttur er í neðsta sæti deildarinnar með 8 stig. HK hefur verið í neðri hlutanum svo út frá því var leikurinn eitt af betri tækifærum Þróttar til að ná í stig.

Liðið spilar síðan í kvöld á Akureyri gegn KA í átta liða úrslitum bikarkeppninnar.

Mynd: Blakdeild Þróttar/Sigga Þrúða