Blak: KA með yfirburði gegn Þrótti
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 03. feb 2025 12:45 • Uppfært 03. feb 2025 12:45
KA hafði töglin og haldin þegar liðið vann Þrótt í úrvalsdeild kvenna í blaki á Akureyri á föstudagskvöld. Austfirðingur varð um helgina danskur bikarmeistari í blaki.
Þróttur var um tíma yfir í fyrstu hrinu en lenti á vegg um hana miðja og tapaði 25-13. KA hafði síðan algjöra yfirburði í annarri hrinu, vann hana 25-14. Lokastaðan var skást í þeirri þriðju, 25-18, en KA réði henni.
Þróttur er áfram í sjötta sæti deildarinnar, með níu stig úr 15 leikjum en KA er efst með 34 stig eftir 14 leiki.
Öllu gleðilegri fréttir bárust af fyrrum leikmanni Þróttar, Galdri Mána Davíðssyni, sem spilar í vetur sitt fimmta tímabil með Odense í Danmörku. Hann varð um helgina bikarmeistari með liðinu eftir hörku leik í úrslitum gegn Gentofte.
Mynd: Blakdeild Þróttar/Sigga Þrúða