Blak: Karlalið Þróttar tapaði fyrsta leik ársins gegn Aftureldingu
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 07. jan 2025 09:37 • Uppfært 07. jan 2025 09:38
Lið Þróttar í efstu deild karla í blaki tapaði um helgina fyrir Aftureldingu 0-3 í fyrsta leik ársins. Þróttur var inni í leiknum í fyrstu tveimur hrinunum.
Þróttur byrjaði ekki vel, lenti 6-12 undir í fyrstu hrinu en sýndi þrautseigju og jafnaði í 19-19. Jafnt var í kjölfarið en Afturelding alltaf framar og kláraði hana að lokum 23-25.
Í annarri hrinu var Þróttur yfir 8-6 en lenti undir 9-11. Smám saman jókst forskot gestanna og undir lokin höfðu þeir yfirburði enda vannst hrinan 16-25. Mosfellsbæjarliðið hafði síðan öll tök í síðustu hrinunni og vann hana 18-25.
Þróttur er í sjöunda sæti deildarinnar með átta stig úr þrettán leikjum. Bæði lið Þróttar spila útileiki gegn Þrótti Reykjavík næsta laugardag.
Mynd: Blakdeild Þróttar/Sigga Þrúða