Botnabraut lokuð vegna vinnu við ofanflóðavarnir

Búið er að loka Botnabraut á Eskifirði og verður hún lokuð milli Lambeyrarbrautar og Strandgötu til 15. ágúst í síðasta lagi. Hún verður opnuð fyrr ef aðstæður leyfa.


Þetta kemur fram á vefsíðu Fjarðabyggðar. Þar segir að vegna vinnu við ofanflóðavarnir í Lambeyrará þarf að grafa hluta Botnabrautar í burtu og staðsetja vinnuvélar og tæki á götunni meðfram Lambeyrará. 

“Óskað var eftir því við yfirvöld í Fjarðabyggð að loka fyrir umferð um Botnabraut milli Lambeyrarbrautar og Strandgötu og að umferð verði veitt um hjáleið í Lambeyrarbraut þess í stað og henni breytt í tvístefnugötu á meðan að á framkvæmdum stendur,” segir á vefsíðunni.

“Fjarðabyggð samþykkti þessa lokun þann 9. júní 2021 og samþykkti að tímabundið væri lokað fyrir umferð um Botnabraut þar sem nær ómögulegt er að tryggja öryggi bæði gangandi og akandi vegfarenda um vinnusvæðið.”

Þá segir að umferð verður beint um hjáleið um Lambeyrarbraut sem breytist í tvístefnugötu á fyrrgreindu tímabili. Ef aðstæður skapast verður umferð hleypt á tímabundið um Botnabraut.

Merkingar vegna lokunar á svæðinu má sjá á myndinni sem fylgir með..

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.