Bræðslan fer fram á morgun

Magni Ásgeirsson, einn skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar sem fram fer á Borgarfirði eystri um helgina, segir lítið annað að gera en að halda sínu striki.

Um kvöldmatarleytið í kvöld tilkynnti ríkisstjórnin um hertar aðgerðir innanlands sem taka í gildi á miðnætti á morgun. Þar sem meðal annars er kveðið á um að ekki megi fleiri en 200 koma saman.


Í kvöld fer fram svokallaður föstudagsforleikur Bræðslunnar og á morgun er Bræðslan sjálf.


„Það eru allir komnir á hátíðina og lítið annað að gera en að halda sínu striki. Þessi ákvörðun hefði þurft að koma fyrr til að blása hátíðina af. Fólki er í sjálfsvald sett hvað það gerir úr þessu. Við munum reyna að passa allt eins vel og við getum, það verða spritt og grímur á svæðinu og svo þarf fólk auðvitað að passa sínar persónulegu sóttvarnir,“ segir Magni Ásgeirsson.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.