Bræðslan gerir ráðstafanir vegna aukinna smita

Tónlistarhátíð Bræðslan sem fram fer á Borgarfirði eystri um helgina hefur sent frá sér tilkynningu vegna aukningar á smitum af Covid-19 veirunni í samfélaginu.

„Við hvetjum því gesti okkar til gæta að persónubundnum sóttvörnum. Til að aðstoða við þær munum við afhenda öllum gestum okkar einnota grímur og þá verður spritt út um allt á tónleikasvæðið. Gæslan okkar mun ennfremur vera með grímur og hanska. Ef minnsti grunur vaknar um Covid einkenni farið í sýnatöku og haldið ykkur til hlés á meðan niðurstaðna er beðið. Munið rakningarappið,“ segir í tilkynningu frá stjórnendum hátíðarinnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.