Bræður í Breiðdal gefa NMSÍ steinasafn

Bræðurnir Björn og Baldur Björgvinssynir frá Höskuldsstaðaseli í Breiðdal hafa afhent Náttúruminjasafni Ísland (NMSÍ) safnkost sinn af íslensku bergi, steindum og steingervingum til eignar og varðveislu. Hér er um að ræða eitt stærsta og  merkasta safn holufyllinga og bergs í landinu og telur safnkosturinn 10-15 þúsund eintök.

 

Fjallað er um málið á vefsíðu Náttúrminjasafnsins. Þat segir að flestir gripana eru úr heimabyggð þeirra bræðra í Breiðdal og nærliggjandi sveitum á Austurlandi en safnið hefur mikið vísindagildi vegna ítarlegarar skráningar á fundarstað, finnanda og fundardegi. Mörg eintök hafa mikið fágætisgildi og önnur eru undurfagrir skrautsteinar.

„Þetta er stór dagur í sögu Náttúruminjasafns Íslands,“ sagði Hilmar J. Malmquist forstöðumaður safnsins við afhendinguna. „Safnið mun kappkosta að tryggja heildstæða og faglega varðveislu á þesusm merka hluta af náttúruarfi landsins og nýta safnkostinn til fræðslu fyrir almenning og fræðasamfélagið.“

Safnkosturinn er staðsettur á Breiðdalsvík og í Höskuldsstaðaseli í Breiðdal og sagði Hilmar hann verða varðveittan og hýstan til frambúðar í Breiðdal. Ennfremur sagði hann að Náttúruminjasafnið stefni að því að setja upp sýningu á Breiðdalsvík sumarið 2022.

Þetta verkefni hefur verið í undirbúningi í þrjú ár en síðast liðið sumar unnu stúdentar á vegum safnsins að skráningu og ljósmyndun safnkostsins. Stefnt er að því að ljúka því verki sumarið 2021.

Mynd: Bræðurnir Björn og Baldur ásamt Hilmari. Á skjánum fyrir aftan þá er Smátindafjall milli Berufjarðar og Breiðdals./nmsi.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.