Breiðdalsvík í klakabrynju – Myndir

Berja þurfti ís reglulega af bátum sem stóðu í höfninni á Breiðdalsvík á laugardag til að þeir héldust á floti. Þegar storminn lægði sáust ummerki eftir mikinn sjógang á hafnarsvæðinu sem var hneppt í klakabönd.

„Ég hef aldrei séð svona veður þarna. Þetta var kæfuruglað helvíti,“ segir Elís Pétur Elísson, framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Goðaborgar á Breiðdalsvík.

„Það hlóðst 20 sentímetra þykkur ís utan á bátana okkar sem voru í höfninni. Ég og strákarnir sem vinna hjá mér vorum komnir á vakt klukkan fjögur um nóttina. Ellinn hefði getað sokkið ef við hefðum ekki brotið ísinn af honum. Það gerðum við þrisvar yfir daginn,“ segir hann.

Mikið hvassviðri gekk yfir Austfirði á laugardag og á hafnarsvæðinu gekk sjórinn yfir það sem fyrir var. „Leiðin frá áhaldahúsinu og áfram út nesið yfir á bryggju var ekki fært nema á þungum bílum. Um leið og þú keyrðir út á bryggjuna sástu ekki út úr honum. Sjógangurinn var þannig.“

Hann segir aðstæður á bryggjunni ekki hafa verið fyrir hvern sem er en sem betur fer hafi fólk verið tilbúið í slaginn. „Það var varla stætt þarna. Vindurinn var það sterkur að til að komast yfir í bátinn þurfi að klifra eftir spottanum eins og api. En sem betur fer gekk þetta vel.“

Þakplötur losnuðu á einhverjum byggingum en þær tókst að fergja í tíma áður en þær fuku. Búið var að vara við veðrinu og því hafði verið farið um bæinn og lausir munir festir. „Þess vegna fauk ekkert en maður bjóst kannski ekki við svona rosalegri áhleðslu.“

Vegna vindkælingar fraus vatnið nánast um leið og það lenti á steinum, húsum og tækjum í landi. Þegar vindinn lægði mátti því líta mikið sjónarspil þar sem hafnarsvæðið var hreinlega í klakabrynju. Það var enn til staðar þegar Austurfrétt átti leið um svæðið eftir hádegi í dag, þótt búið væri að brjóta klakann og ryðja sums staðar í burtu. „Bryggjan var nánast ófær í gær. Það var alls staðar frosinn sjór.“

Bdalsvik Is 20211101 0001 Web
Bdalsvik Is 20211101 0009 Web
Bdalsvik Is 20211101 0018 Web
Bdalsvik Is 20211101 0021 Web
Bdalsvik Is 20211101 0027 Web
Bdalsvik Is 20211101 0029 Web
Bdalsvik Is 20211101 0033 Web
Bdalsvik Is 20211101 0036 Web
Bdalsvik Is 20211101 0038 Web
Bdalsvik Is 20211101 0053 Web
Bdalsvik Is 20211101 0057 Web
Bdalsvik Is 20211101 0058 Web
Bdalsvik Is 20211101 0066 Web
Bdalsvik Is 20211101 0075 Web
Bdalsvik Is 20211101 0079 Web
Bdalsvik Is 20211101 0089 Web
Bdalsvik Is 20211101 0101 Web
Bdalsvik Is 20211101 0115 Web
Bdalsvik Is 20211101 0118 Web
Bdalsvik Is 20211101 0120 Web
Bdalsvik Is 20211101 0125 Web
Bdalsvik Is 20211101 0131 Web
Bdalsvik Is 20211101 0136 Web
Bdalsvik Is 20211101 0114 Web
Bdalsvik Is 20211101 0045 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.