Brennur á Austurlandi
Fjölmargar áramótabrennur og flugeldasýningar eru fyrirhugaðar á Austurlandi í kvöld.
Héraðsbúar byrja þegar kveikt verður kveikt verður í brennu á Egilsstaðanesi, neðan við kirkjuna. Flugeldasýning verður skömmu síðar.
Á Norðfirði verður brenna ofan við Starmýri klukkan 20:30 og flugeldasýning ofan á snjóflóðavarnagarði hálftíma síðar.
Á Reyðarfirði verður brenna og flugeldasýning úti á Hrúteyri í landi Sléttu klukkan 20:30.
Á Eskifirði verður brenna klukkan 20:00 inni í Krókr á leiðinni út á golfvöll og flugeldasýning hálftíma síðar.
Fáskrúðsfirðingar kveikja í sinni brennu klukkan 20:00 á flugvallarendanum. Tveimur tímum síðar verður flugeldasýning á bæjarbryggjunni neðan við Kaupfélagið og Samkaup.
Á Stöðvarfirði verður brenna og flugeldasýning á Byrgisnesi klukkan 20:00.
Bálið verður tendrað á Djúpavogi á Hermannastekknum klukkan 20:30 og flugeldasýning í boði Slysavarnardeildarinnar Báru.
Breiðdælingar byrja á sama tíma við Þórðarhvamm en þar sér björgunarsveitin Eining um flugeldana.
Tendrað verður í báli Seyðfirðinga klukkan 20:30 við Helluhyl. Áramótaávarp bæjarstjóra verður hálftíma síðar og flugeldasýning á vegum Björgunarsveitarinnar Ísólfs hefst að því loknu.
Ritstjórn Agl.is óskar Austfirðingum öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir lesturinn á því sem er að líða.