Breyting á ferðum strætó milli Hafnar og Breiðdalsvíkur

Á morgun, sunnudag, hefst sumarakstur á akstursleið 94, sem er milli Breiðdalsvíkur og Hornafjarðar með viðkomu á Djúpavogi.

Ferð vagnsins hefst á Höfn, stoppar á Djúpavogi og endar á Breiðdalsvík áður en keyrt er til baka sömu leið. Leiðin hét áður leið 4 og keyrði milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur.

Vagninn ekur á mánudögum, miðvikudögum, fimmtudögum, föstudögum og svo sunnudögum.

Nánari upplýsingar um tímatöflur og verðskrá má finna á landsbyggðarvef Strætó eða yfirliti yfir Austfirði, eða þjónustuverinu síma 540-2700.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.