Skip to main content

Breytingar á stjórnendahópi Loðnuvinnslunnar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. feb 2025 10:29Uppfært 13. feb 2025 10:32

Breytingar eru að verða á stjórnendahópi Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði þar sem Kjartan Reynisson útgerðarstjóri hefur óskað eftir að láta af störfum í vor.


Fyrirtækið tilkynnti í gær að Baldur M. Einarsson hefði verið ráðinn nýr útgerðarstjóri. Baldur starfaði í sjö ár sem útgerðarstjóri Eskju en lét af því starfi í fyrra. Hann er sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri. Hann hefur störf fljótlega og mun vinna við hlið Kjartans í fyrstu.

Þá tekur Steinþór Pétursson við hlutverki Kjartans sem fulltrúi kaupfélagsstjóra og aðstoðarmaður framkvæmdastjóra Loðnuvinnslunnar en Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga er langstærsti eigandi Loðnuvinnslunnar. Steinþór sinnir áfram skrifstofustjórn en starfsheiti hans verður breytt í fjármálastjóri.