Orkumálinn 2024

Byggja fimm íbúða raðhús á Djúpavogi

Í upphafi vikunnar var tekin fyrsta skóflustungan að fimm íbúða raðhúsi við Markarland á Djúpavogi. Það er þróunarfélagið Hrafnshóll ehf. sem byggir íbúðirnar fyrir leigufélagið Nýjatún ehf.


Þetta kemur fram á vefsíðu Múlaþings. Þar segir að íbúðarnar eru 2ja og 3ja herbergja íbúðir, 56 fm og 76 fm að stærð. Framkvæmdir fara nú í fullan gang og íbúðir verða tilbúnar til afhendingar snemma í haust. Um er að ræða vandaðar íbúðir sem er skilað fullbúnum með helstu tækjum í eldhúsi og öllum gólfefnum. Að utan er lóðin tyrfð og hellulögð og timburverönd fyrir utan stofu.
 
Einnig segir að Hrafnshóll er viðurkenndur byggingaraðili hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), og því er einnig hægt að bjóða íbúðirnar til sölu með Hlutdeildarlánum, þar sem HMS leggur fram 20% af kaupverði íbúðir og kaupendur þurfa einungis að leggja fram 5% kaupverðsins. Þetta er góður kostur fyrir fyrstu kaupendur og þau sem uppfylla skilyrði um Hlutdeildarlán.
 
Hrafnshóll er með áætlanir um byggingu á um 150 íbúðum í sveitarfélögum víðs vegar um landið. Í Múlaþingi mun félagið reisa átta íbúðir á Seyðisfirði fyrir húsnæðissjálfseignarstofnunina Bæjartún íbúðafélag hses. Bæjartún hyggst einnig byggja 10 íbúðir á Egilsstöðum/Fellabæ með stofnframlögum frá HMS og sveitarfélaginu.

Mynd: mulathing.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.