Dæmd fyrir dreifingu fíkniefna

Héraðsdómur Austurlands hefur sakfellt konu og karl fyrir að hafa undir höndum meira en hálft kíló af maríjúana auk sterkari efna.

Við leit í bíl konunnar í nóvember fundust 180 grömm af maríjúana og síðar 640 grömm í viðbót á heimili hennar auk 25.000 króna í reiðufé.

Á heimili mannsins fundust 56 grömm af kókaíni og 0,2 grömm af amfetamíni auk 85.000 króna í reiðufé. Bæði efnin og peningarnir voru gerðir upptæk.

Dómurinn taldi brot þeirra alvarlegt þar sem sýnt þótti að magn efnanna væri slíkt að þau væri ætluð að dreifa og selja. Bæði játuðu fyrir dómi, voru samvinnuþýð og höfðu hvorugt komist í kast við lögin áður. Þá kemur fram í dóminum að konan hafi tekið á sínum málum eftir atvikið.

Hún var þó dæmd í fjögurra mánaða fangelsi en hann í þriggja mánaða. Báðir dómarnir eru þó skilorðsbundnir til tveggja ára.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.