Deiliskipulag fyrir Selskóg kynnt á Facebook

Vegna COVID verður deiliskipulag fyrir Selskóg kynnt á Facebook í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu Fljótsdalshéraðs.

Á heimasíðunni segir að vakin sé athygli á því að í dag, þriðjudaginn 1. september klukkan 17:00 verður haldinn kynningarfjarfundur um tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Selskóg. Vegna samkomutakmarkana og sóttvarnarráðstafana fer kynningin fram í gegnum Facebook síðu Fljótsdalshéraðs.

Þar kemur einnig fram að hægt verði að senda inn rafrænar fyrirspurnir á meðan á fundinum stendur og verður þeim svarað að kynningu lokinni. Upptökuna má síðar nálgast á heimasíðu Fljótsdalshéraðs.

Myndin er af vef Skógræktarfélags Íslands.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar