„Ég er bara frumkvöðull í mér“
„Ég er bara frumkvöðull í mér, þannig að nú er það bara næsta verkefni,“ segir Friðrik Árnason, eigandi Hótel Bláfells og fleiri eigna á Breiðdalsvík, sem allar fóru á sölu í morgun.
Friðrik hefur heldur betur lagt sitt af mörkum við uppbyggingu ferðamennsku á Breiðdalsvík undanfarin ár með uppbyggingu verkefnisins The tiny town of Breiðdalsvík. Frétt um það má lesa hér.
„Stærsti hluti þessarar ákvörðunnar eru þó börnin mín sem búa fyrir sunnan og mér finnst ég vera að missa af, þau yngjast ekki og ég vil vera nær þeim,“ segir Friðrik.
Aðspurður hvað hann ætli að taka sér fyrir hendur segir hann; „Ég ætla að einbeita mér að byggja upp fyrirtækið mitt Travel East, þannig að segja má að ég sé að fara að selja Austurlands og sækja ferðamennina.“
Friðrik segir heimamenn og nærsveitunga vera í hálfgerðu áfalli eftir að fréttirnar fóru að berast í morgun. „Fyrstu viðbrögð eru bara; Nei, ekki gera þetta. Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta fer eða hvort einhver hefur áhuga á þessu, en ég skila af mér góðu búi og heilmikil uppbygging hefur átt sér stað.“