Orkumálinn 2024

Eiginlegu hreinsunarstarfi á Seyðisfirði lokið - Myndir

Tæpar tvær vikur eru síðan eiginlegu hreinsunarstarfi í kjölfar skriðufallanna á Seyðisfirði í desember lauk. Enn er þó unnið í framkvæmdum á svæðinu. Ný brú yfir Brúará hefur vakið athygli.

Miklar breytingar hafa orðið frá því stóra skriðan féll 18. desember, eins og meðfylgjandi myndir sem teknar voru síðasta laugardag, bera með sér.

Jón Egill Sveinsson, sem stýrt hefur aðgerðum á Seyðisfirði fyrir hönd Múlaþings, segir eiginlegu hreinsunarstarfi lokið og bráðavörnum að mestu einnig.

Byrjað er að vinna í uppgræðslu með að dreifa fræjum og áburði. „Við höfum sáð í skriðusárin frá brún niður að vegi. Þetta er ekkert sérstaklega frjósamur jarðvegur og því tekur tími að koma í hann lífi en það tekst,“ segir Jón Egill.

Hann segir vinnuna þessa dagana snúast um frágang í gegnum Framtorfuna og uppgræðsluna. Meðal annars stendur til að nýta mold úr knattspyrnuvellinum, sem tekinn verður undir íbúabyggð, til að efla uppgræðslusvæðin.

Frágangurinn á Framtorfunni tengist miklum framkvæmdum við farveg Búðarár. Ný brú er komin yfir ána á Hafnargötu. „Þetta er einingabrú frá MVA, í henni er enginn samsteypa. Hún var reist á fjórum dögum, kom nánast tilbúin og var hífð niður í farveginn til lokasamsetningar.

Hún hefur vakið athygli Vegagerðarinnar því aðferðin styttir framkvæmdatíma gríðarlega. Fjórum og hálfum degi eftir að vegurinn var settur á hjáleið var hægt að keyra yfir brúna. Vegmálastjóri kom og skoðaði hana um daginn.“

Jón Egill segir að nú sé verið að lagfæra vegslóð sem liggur upp í Botna til að geta komið tækjum þangað upp í sumar. Framundan er áframhaldandi uppgræðsla og frágangur á Framtorfunni en þess er vænst að framkvæmdum ljúki upp úr miðjum júní.

Sfk Hreinsun 20200522 0005 Web
Sfk Hreinsun 20200522 0007 Web
Sfk Hreinsun 20200522 0008 Web
Sfk Hreinsun 20200522 0009 Web
Sfk Hreinsun 20200522 0010 Web
Sfk Hreinsun 20200522 0012 Web
Sfk Hreinsun 20200522 0013 Web
Sfk Hreinsun 20200522 0014 Web
Sfk Hreinsun 20200522 0015 Web
Sfk Hreinsun 20200522 0016 Web
Sfk Hreinsun 20200522 0017 Web
Sfk Hreinsun 20200522 0020 Web
Sfk Hreinsun 20200522 0023 Web
Sfk Hreinsun 20200522 0024 Web
Sfk Hreinsun 20200522 0029 Web
Sfk Hreinsun 20200522 0031 Web
Sfk Hreinsun 20200522 0033 Web
Sfk Hreinsun 20200522 0035 Web
Sfk Hreinsun 20200522 0036 Web
Sfk Hreinsun 20200522 0038 Web
Sfk Hreinsun 20200522 0042 Web
Sfk Hreinsun 20200522 0043 Web
Sfk Hreinsun 20200522 0046 Web
Sfk Hreinsun 20200522 0049 Web
Sfk Hreinsun 20200522 0050 Web
Sfk Hreinsun 20200522 0002 Web
Sfk Hreinsun 20200522 0006 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.