Eiríkur Björn oddviti Viðreisnar?

Útlit er fyrir að Eiríkur Björn Björgvinsson, fyrrum bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, skipi fyrsta sætið á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar.

Akureyri.net greindi frá því í morgun að viðræður stæðu yfir Eirík Björn um að hann taki að sér oddvitasætið og vænta megi niðurstaðna úr þeim á næstu dögum.

Eftir því sem Austurfrétt kemst eru málin lengra komin en svo og þess vænst að Eiríkur Björn, sem og framboðslistinn, verði kynnt formlega í vikunni.

Í samtali við Austurfrétt kvaðst Eiríkur Björn ekki geta tjáð sig um þann orðróm sem í gangi væri.

Hann var æskulýðs æskulýðs- og íþróttafulltrúi Egilsstaðabæjar 1994-1996, íþrótta- og tómstundafulltrúi Akureyrarbæjar 1996-2002 og bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði 2002-2010 en síðan bæjarstjóri á Akureyri 2010-2018. Í lok árs 2018 var hann svo ráðinn forstöðumaður forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.