Orkumálinn 2024

Eitt smit um helgina

Eitt nýtt Covid-smit greindist á Reyðarfirði um helgina. Viðkomandi var í sóttkví og hafði verið í nokkurn tíma. Vonast er til að fleiri smit greinist ekki utan sóttkvíar.

Í tilkynningu aðgerðastjórnar almannavarna á Austurlandi kemur fram að töluverður fjöldi hafi losnað úr sóttkvíum helgina. Þess vegna hefur þeim fækkað sem eru í einangrun eða sótt.

Alls eru 16 einstaklingar í einangrun eystra og 30 í sóttkví. Enn er þó viðbúið að einhverjir þeirra sem eru í sóttkví greinist með veiruna.

Aðgerðastjórnin hvetur fólk til að fara áfram varlega, huga að sóttvörnum og fara í sýnatöku verði einkenna vart.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.