Ekkert ferðaveður víða í fjórðungnum

brimrun4_wb.jpgVont veður er víða á Austurlandi þessa stundina og ófært um helstu fjallvegi. Verst er veðrið sunnan til í fjórðungnum. Ekki er gert ráð fyrir að veðrið lagist fyrr en í kvöld. Ekki hefur verið flogið til Egilsstaða í morgun.

 

Á Fjarðarheiði er þungfært og stórhríð og á Fagradal stórhríð og þfæingur. Fáir hafa farið þar um seinustu tímana. Um Öxi og Breiðdalsheiði er ófært og stórhríð í Berufirði. Bálhvasst er og óveður allt frá Djúpavogi og eftir suðurströndinni til Víkur í Mýrdal. Ófært er um Hellisheiði og Vatnsskarð og stórhríð á Vopnafjarðarheiði.

Veðurstofan spáir snjókomu og 15-25 m/s í dag og varar sérstaklega við snörpum vindstrengjum sem kunna að myndast við fjöll á Suðausturlandi. Heldur lægir í kvöld og nótt þótt víða kunni að verða allhvasst á morgun, einkum sunnan til í fjórðungnum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar