Orkumálinn 2024

Ekkert smit í viku

Vika er nú liðin frá því að Covid-19 smit greindist á Austurlandi. Teljandi líkur eru taldar á að fleiri greinist með smit þótt hættan sé ekki liðin hjá. Ekki tókst að rekja hvaðan smitið barst.

Einstaklingurinn sem greindist með smitið í síðustu viku er enn í einangrun og aðeins einn eftir í sóttkví.

Þrátt fyrir talsverðar tilraunir tókst ekki að rekja hvaðan smitið barst né nokkrar vísbendingar í raun. Smitrakningunni telst því lokið án niðurstöðu en um 15% þeirra sem greinst hafa falla í þann flokk.

Hættan á frekara smiti minnkar eftir því sem á líður. Mestar líkur eru taldar á smitum innan viku en þó í allt að 14 daga.

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands minnir því Austfirðinga að gæta áfram að sér, muna eftir fjarlægðarmörkum, grímunotkun, handþvotti og sprittnotkun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.