Ekki hægt að bjóða börnum upp á sömu bækurnar og aftur

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt 360.000 króna aukafjárveitingu til bókasafna sveitarfélagsins til að kaupa inn nýjar barnabækur.

Fjárveiting kemur eftir beiðni frá forstöðufólki bókasafnanna í Fjarðabyggð þar sem þeir óskuðu eftir aukafjárveitingu í samræmi við þá sem Reykjavíkurborg veitir sínum bókasöfnum til að efla læsi.

Fjárveitingin verður nýtt til að kaupa inn nýjar bækur í tengslum við barnabókamessu sem Félag bókaútgefenda heldur á hverju ári þar sem nýjar barnabækur eru kynntar.

Í greinargerð með erindinu segir að Fjarðabyggð hafi lagt mikla áherslu á að efla læsi nemenda og séu nú nokkrar lestrarstefnur í gangi í skólum. Í samræmi við metnaðarfulla stefnumörkun þurfi að reikna með auknum fjárveitingum til skólabókasafnanna til að endurnýja safnkostinn.

Ekki sé hægt að bjóða skólabörnum upp á að lesa sömu bækurnar aftur og aftur því ekki fáist fjármagn til að kaupa nýjar eða nýlegar bækur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.