Ekki hægt að kjósa til heimastjórna í öðrum kjördeildum

Kjósendur í nýju, sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi munu ekki geta kosið til heimastjórna utan sinnar heimabyggðar á kjördag.

Þetta kemur fram í úrskurði frá dómsmálaráðuneytinu sem yfirkjörstjórn sveitarfélagsins óskaði eftir.

Þeir sem ekki geta kosið í heimabyggð á kjördag í sveitarstjórnarkosningunum geta mætt á aðra kjörstaði, svo lengi sem opið er á þeirra heima kjörstað, og fengið sig færða milli kjördeilda.

Samkvæmt úrskurðinum er þetta ekki heimilt í heimastjórnarkosningunni. Hvetur yfirkjörstjórn því þá sem ekki geta kosið í heimabyggð á morgun að nýta daginn í dag til að kjósa utankjörfundar. Hægt er að kjósa hjá sýslumönnum um allt land, á hreppsskrifstofum á Borgarfirði og Djúpavogi og loks Bókasafni Héraðsbúa á opnunartíma.

Þeir sem kjósa utan kjörfundar eru sjálfir ábyrgir fyrir að koma atkvæðum sínum til skila. Hægt er að afhenda atkvæðið á hvaða kjörstað sem er en yfirkjörstjórn mun hafa aðsetur í Menntaskólanum á Egilsstöðum.

Tæknilega séð er hægt að kjósa alla sem eru á kjörskrá í sveitarstjórnir en þó hafa sautján lýst sig reiðubúin til að starfa innan heimastjórnanna fimm. Kynningar á þeim má lesa á svausturland.is

Hver kjósandi kýs einn einstakling í heimastjórn með að rita nafn viðkomandi og lögheimili á kjörseðil.

Þessi hafa gefið kost á sér til heimastjórna.

Borgarfjörður
Ólafur Arnar Hallgrímsson, Skálabergi
Alda Marín Kristinsdóttir, Víkurnesi 2

Djúpivogur
Kristján Ingimarsson, Búlandi 4
Skúli Heiðar Benediktsson, Steinum 6
Bergþóra Birgisdóttir, Steinum 13
Sigrún Eva Grétarsdóttir, Steinum 15
Ingi Ragnarsson, Hrauni 3

Fljótsdalshérað
Björgvin Stefán Pétursson, Hamragerði 7
Dagmar Ýr Stefánsdóttir, Tjarnarlönd 19
Skúli Björnsson, Fjósakambi 14
Jóhann Gísli Jóhannsson, Breiðavaði
Elí Þór Vídó Gunnarsson, Sunnufell 5
Sveinn Jónsson, Norður-Kollur 1

Seyðisfjörður
Ólafur Hr. Sigurðsson, Dalbakka 3
Rúnar Gunnarsson, Bröttuhlíð 6
Svandís Egilsdóttir, Vesturvegi 8
Skúli Vignisson, Garðarsvegi 9

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar