Ekki útilokað að kljúfa flekann á Seyðisfirði eða koma honum af stað

Það er ekki búið að útiloka þann möguleika að annaðhvort kljúfa eða koma með öðrum hætti af stað jarðfleka þeim fyrir ofan Seyðisfjörð sem olli rýmingu fjölda húsa í bænum í byrjun þessa mánaðar.

Sem kunnugt er hefur nokkur hreyfing verið á umræddum jarðfleka sem er utan við Búðará og jafnvel var talin hætta á að hann færi af stað um tíma sem kallaða á rýmingu níu húsa þar fyrir neðan þann 4. október.

Magni Hreinn Jónsson, hópstjóri ofanflóða hjá Veðurstofu Íslands, var spurður út í hvort það teldist raunhæfur kostur að koma flekanum af stað með einhverjum hætti í stað þess að bíða þess sem verða vill á íbúafundi á Seyðisfirði og hann taldi slíkar aðgerðir vera til skoðunar.

„Varðandi að koma hryggnum af stað þá er það eitthvað sem við höfum rætt, bæði á Veðurstofunni, á íbúafundum, í aðgerðarstjórn og auk þess við Jón Hauk Steingrímsson sem vinnur að frumathugun á þessu fyrir hönd Eflu. Miðað við það sem ég hef séð og heyrt þá er það eitthvað sem kemur til greina.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.