Ellefu í prófkjöri, sjö karlar - fjórar konur

Ellefu einstaklingar gefa kost á sér í prófkjöri framsóknarfólks á Fljótsdalshéraði, sem fram fer laugardaginn 6. mars næstkomandi. Alls fjórar konur gefa kost á sér, og sjö karlmenn. Í prófkjörinu gefur enginn af sitjandi bæjarfulltrúum flokksins, þau Björn Ármann Ólafsson, Anna Sigríður Karlsdóttir og Jónas Guðmundsson, kost á sér í efstu sæti.

 

frams_logo.jpg

 

Eftirtaldir gefa kost á sér til þátttöku:Áskell Einarsson, bóndi,  Eiðum í  2.-5. sæti

Eyrún Arnardóttir, dýralæknir, Egilsstöðum í  2. sætiGunnhildur Ingvarsdóttir, fjármálastjóri, Egilsstöðum í  2.-3. sæti

Helga Þórarinsdóttir, sviðsstjóri SAUST,  Egilsstöðum í  4.-7. sæti

Ingvar Ríkharðsson, prentari, Egilsstöðum, í  3.-7. sæti

Jónas Guðmundsson, bóndi, Jökulsárhlíð í 5. sæti

Páll Sigvaldason, ökukennari, Fellabæ í 1.-3. sæti

Pétur Guðvarðsson, garðyrkjumaður, Egilsstöðum í 6.-7. sæti

Stefán Bogi Sveinsson, lögfræðingur, Egilsstöðum í  1. sæti

Þórey Birna Jónsdóttir, leikskólakennari, Fellabæ í 7. sæti

Þórhallur Pálsson, arkitekt, Eiðum í 1.-4. sæti

Prófkjörið fer fram eins og áður segir laugardaginn 6. mars nk. og verður kjörfundur frá kl. 10:00-18:00 í Austrasalnum að Tjarnarbraut 19 á Egilsstöðum.

Prófkjör B-listans er opið öllum sem eru með lögheimili á Fljótsdalshéraði og með kosningarétt á kjördegi.

Utankjörfundarkosning fer fram dagana 1.-5. mars á milli kl. 13:00-17:00 á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hverfisgötu 33, í Reykjavík.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.