Engar hreyfingar mælst ofan Seyðisfjarðar

Engar hreyfingar hafa mælst í kringum Botnabrún, ofan Seyðisfjarðar, þrátt fyrir talsverða úrkomu þar síðustu nótt.

Þetta kemur fram í færslu frá ofanflóðadeild Veðurstofunnar. Í morgun hafði uppsöfnuð úrkoma mælst um 20 mm en þá dró úr henni. Þá hefur gránað niður í Botnabrún. Búist er við að heldur dragi úr úrkomunni í nótt.

Ekki hefur orðið vart við neinar hreyfingar á Botnabrún, hvorki sjáanlegar né mælanlegar á speglum. Dagmálalækur hefur verið brúnleitur en það skýrist af skriðusári sem vætlar úr út í hann.

Fylgst hefur verið með hæð í vatnsmælum uppi í Botnum. Í þeim hækkaði um 35 sm. í nótt, en til samanburðar hækkaði um 10 metra þegar mest lét í rignunumum fyrir jól.

Áfram verður náið fylgst með aðstæðum og rýming endurskoðuð á morgun sunnudag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.