Orkumálinn 2024

Engin útköll í rokinu

Engin útköll munu hafa borist austfirskum björgunarsveitum þrátt fyrir talsvert hvassviðri sem gengið hefur yfir Austurland síðasta sólarhring.

Mestur vindstyrkur á láglendi mældist í Hamarsfirði, 47 m/s um klukkan níu í gærkvöldi. Á Vatnsskarði eystra hefur vindur verið stöðugur í yfir 20 m/s frá hádegi í gær.

Veginum yfir Fjarðarheiði var lokað um hádegi í gær en opnaður í morgun. Öxi og Breiðdalsheiði eru enn lokaðar auk þess sem varað er við vindhviðum í Hamarsfirði. Leiðinda færi var á leiðinni yfir Möðrudalsöræfi þegar líða tók á gærdaginn en þau eru nú opin.

Vindurinn á að ganga niður á næstu tímum. Veðurstofan bendir þó á að von sé á hvassvirði og snörpum vindhviðum á heiðum fram yfir hádegi.

Mynd úr safni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.