Enginn lengur veikur í súrálsskipinu

Allir þeir skipverjar af súrálsskipinu Taurus Confidence, sem greindust með Covid-19 veiruna við komu þess til Mjóeyrarhafnar 20 mars, teljast nú heilir heilsu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands.

Sýni voru tekin úr þeim 18 skipverjum sem enn voru um borð í skipinu í gær. Níu þeirra höfðu verið með veiruna en eru nú lausir við hana. Hinir níu voru í sóttkví um borð og sýndu ekki merki um veiruna nú frekar en fyrr.

Nítjándi skipverjinn var fluttur á Landsspítala. Hann hefur nú náð sér og er gert ráð fyrir að hann verði útskrifaður í kvöld eða fyrramálið.

Framundan er sótthreinsun skipsins og telst það sóttkví þar til henni lýkur. Gangi allt eftir lýkur henni fyrir helgina og gangi allt að óskum verða bæði skip og áhöfn hæf til siglingar strax á föstudag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.