Enginn úr áhöfn Gullvers með Covid-veiruna

Enginn skipverja Gullvers NS er með Covid-19 veiruna. Þeir voru allir skimaðir eftir komuna til Seyðisfjarðar í gærkvöldi eftir að fimm þeirra höfðu sýnt einkenni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Síldarvinnslunni. Þar segir að skipverjarnir hafi fundið fyrir slappleika og í öryggisskyni hafi þótt nauðsynlegt að taka sýni.

Það var gert snemma í morgun en að sýnatöku lokinni fóru þeir í einangrun á hóteli á Seyðisfirði. Allir aðrir áhafnarmeðlimir fóru í sóttkví.

Niðurstaðan liggur nú fyrir og enginn er smitaður. Skipið heldur til veiða á ný í kvöld.

Samkvæmt tölum af Covid.is er staðan óbreytt á Austurlandi, tveir eru í einangrun með virkt smit en annar þeirra dvelur þó ekki í fjórðungnum heldur er þar með lögheimili. Fimm eru í sóttkví.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.