Enn harðara átak gegn lúpínu í Fjarðabyggð næsta sumar

Tekist hefur að halda útbreiðslu lúpínu í fólksvöngum Fjarðabyggðar ágætlega í skefjum síðustu árin en sveitarfélagið ætlar í enn stærra átak næsta sumar.

Þetta staðfestir umhverfisstjóri Fjarðabyggðar, Anna Berg Samúelsdóttir, við Austurfrétt en dreifing lúpínu hefur verið viðvarandi og sífellt stærra vandamál á stórum svæðum Austanlands og ekki hvað síst í fjörðunum.

Fjarðabyggð hefur farið í sérstakt átak gegn lúpínunni áður með ágætum árangri en baráttan flókin því lúpínan dreifir sér hratt og það yfirleitt í miklum veldisvexti. Taldist Náttúrustofu Austurlands til að frá árinu 1998 til 2011 ársins hafi dreifing lúpínu aukist tuttugufalt og töluvert hefur bæst í síðan þá.

Anna segir að næsta sumar verði farið á ný í átak og það harðara en verið hefur. „Við höfum í fólkvöngunum náð að halda útbreiðslu og nýjum sáningum lúpínunnar í skefjum, stefnum að stærra átaki næsta sumar og þá vonandi ganga meira á þessar breiður sem eru í friðlöndunum. En næsta átak snýr einna helst að friðlýstum svæðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.