Orkumálinn 2024

Eysteinn Þór ráðinn til Grindavíkur

Eysteinn Þór Kristinsson, fráfarandi skólastjóri Nesskóla í Neskaupstað, hefur verið ráðinn skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur. Fleiri Austfirðingar hafa að undanförnu verið ráðnir í skólastjórastöður utan fjórðungs.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grindavíkurbæ. Þar segir að Eysteinn búi yfir víðtækri og yfirgripsmikilli kennslu- og stjórnunarreynslu. Hann hefur starfað í Nesskóla í rúm 30 ár, þar af sem skólastjóri síðustu þrjú ár.

Eysteinn er menntaður íþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands ásamt því að hafa lokið B.Ed gráðu frá Háskóla Íslands og Diplómu í stjórnun menntastofnana frá sama skóla. Hann hefur störf í Grindavík 1. ágúst.

Um síðustu helgi rann út umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra Nesskóla, sem og skólastjóra Stöðvarfjarðar- og Breiðdalsskóla. Austurfrétt hefur óskað eftir upplýsingum um umsækjendur frá Fjarðabyggð.

Þá var Hjördís Albertsdóttir nýverið ráðinn sem skólastjóri Reykjahlíðarskóla en hún er alin upp á Stöðvarfirði. Í tilkynningu frá Skútustaðahrepp segir að framtíðarsýn hennar á þróun skólastarfs hafi vegið þungt við mat umsókna en verið er að sameina skólann leikskólanum Yl sem Hjördís mun einnig veit forustu.

Hjördís er með B.Ed menntun í grunnskólakennarafræði og hefur jafnframt lagt stund á MLM nám í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst. Hjördís hefur mikla kennslureynslu auk þess að vera varaformaður félags grunnskólakennara frá 2018.

Mynd: Grindavíkurbær

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.